Íslandsbanki og Landsbankinn loka snemma á föstudag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM

Auglýsing

Útibú Íslandsbanki og Landsbankans loka fyrr en venjulega á föstudag, 22. júlí vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í Rússlandi. Leikurinn hefst klukkan 15 en útibú bankanna eru almennt opin til 16. Á föstudag verða útibú Íslandsbanka opin til 15 en útibú Landsbankans opin til 14.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Íslandsbanka kemur fram að á föstudag verði öll útibú opnuð klukkan 8 og þeim lokað klukkan 15 svo starfsfólk geti horft með sínu fólki á leikinn. Þjónustuverið mun einnig loka klukkan 15.

Útibú Landsbankans mun loka klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu bankans en ekki kemur fram hvenær þau opna.

Bankarnir minna á öppin og netbankana á meðan á lokun stendur. Arion banki hefur enn sem komið er ekkert sagt til um lokanir á meðan á leiknum stendur.

Auglýsing


 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram