Hefur aldrei séð heilan þátt af Game of Thrones, með kenningu um endalok The White Walkers

Jack Gleeson sem lék Joffrey Baratheon í Game of Thrones hefur aldrei séð heilan þátt í sjónvarpsþáttaröðinni.

Hann kom fram á Comic Con-hátíðinni í New York í Bandaríkjunum um helgina og ræddi meðal annars hvernig hann telur að fólkið í Westeros gæti að lokum tekist að sigra þeirra mestu ógn, The White Walkers.

Sjá einnig: Nú verður auðveldara að vita hvar persónur Game of Thrones eru, gagnvirk útgáfa af bókunum

Hér að neðan verður fjallað um kenninguna, sem kom upphaflega frá aðdáanda sem ræddi við Gleeson. Ekki er um spilli (e. spoiler) að ræða þar sem Gleeson segist ekki vita neitt um þáttinn og hvað þá heldur hvernig honum vindur fram.

Aðdáandinn sagðist í samtali við Gleeson telja að einhver myndi bræða niður Iron Throne, sæti konungs konungsríkjanna sjö. Það er gert úr Valyrian-stáli sem mun sigra The White Walkers.

Time fjallar um málið en þar kemur einnig fram að umrætt stál sé annað af tveimur efnum sem geta drepið The White Walkers.

Sjöttu þáttaröðinni af Game of Thrones lauk í júní. Tökur á sjöundu þáttaröð fara fram á Íslandi í janúar.

Auglýsing

læk

Instagram