Kári Stefáns vill breyta Bessastöðum í barnaheimili, vill leggja niður forsetaembættið

Kári Stefánsson hefur oft verið orðaðu við forsetaframboð en í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í dag sagðist hann ekki haga áhuga á því að vera forseti Íslands.

„Ég held að við ættum að leggja niður forsetaembættið,“ sagði hann og lagði til hvernig Bessastaðir gætu verið nýttir.

Ég held að við ættum að hafa barnaheimili á Bessastöðum, þetta er ágætishús fyrir það.

Kári var einnig spurður út í upptöku sem fór víða í gær og sýndi hann lesa yfir stjórnvöldum um heilbrigðiskerfið. Hann sagði að erindi sitt hafi verið tekið upp án leyfis.

Sjá einnig: Kári lætur stjórnvöld heyra það: „Skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“

„Það er einn af Pír­öt­un­um sem tek­ur þetta upp án þess að fá leyfi mitt og set­ur þetta á netið, án þess að fá leyfi mitt. Þetta er dóna­skap­ur. Þetta er dóna­skap­ur að mörgu leyti því þarna er ég að tala yfir hópi full­orðins fólks,“ sagði hann.

Kári bætti við að hann notaði annað orðalag þegar hann væri að tala við börn. „Þannig að þarna eyðilegg­ur þessi Pírati, sem bauð mér að koma þangað, að minnsta kosti þau stíl­brögð sem ég vil nota þegar ég tjái mig við fólk,“ sagði hann.

Upptakan vakti gríðarlega athygli í gær. Þar sagði Kári að markmiðið vær ekki endilega að gera það sem er skynsamlegast út frá skipulagsfræði, heldur að hlúa að fólki.

„Og það skiptir engu fokking máli hvar svona andskotans spítali er reistur. Það er aukaatriði! Hvernig vogið þið ykkur að gera það að deilumáli núna? „Give me a fucking chance, alright?“ Við þurfum að gera þetta almennilega, hvar svo sem spítalinn er settur niður.“

Kári nefndi að hin Norðurlöndin eyði hærra hlutfalli af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið en Ísland.

„Þegar það er lagt til að við eyðum 11 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið þá segir fjármálaráðherra landsins að við eigum ekki pening til að gera það!“

Auglýsing

læk

Instagram