Langholtsskóli hættir kirkjuferðum, hér eru 17 bestu ummælin frá virkum í athugasemdum

Langholtsskóli hefur lagt af heimsóknir nemenda í Langholtskirkju fyrir jólin sem hefur verið hefð í skólanum um langa hríð. Þetta kemur fram á vef DV.

DV segir frá bréfi frá skólastjóra sem sent var foreldrum nemenda við skólann í gær. Þar kemur fram að ástæða þessarar breytingar sé sú að ekki geti allir tekið þátt í kirkjuferðinni þar sem margir nemendur séu ekki í Þjóðkirkjunni.

Skiptar skoðanir eru málið og virkir í athugasemdum láta í sér heyra í ummælakerfinu fyrir neðan fréttina. Nútíminn tók saman níu bestu ummælin.

 

17.

„Það hlítur að vera krafa þeirra sem reyna í sífellu að knésetja Kristna trú í landinu. Eigum við ekki bara að slá jólin af?“

16.

„Er líka búið að banna að jólaskreyta skólann ?? Engin litlu jól heldur ??“

15.

„Þeir mega skammast sín stjórnendur Langholtsskólans fyrir að svipta börnin þessari gefandi aðventustund – og fyrir sína þrælslegu auðsveipni við trúarfjandsamleg yfirvöld Reykjavíkur.“ 

14.

„skilaboð til þeirra sem vilja ekki eiga heima á Islandi fuck you“

13.

„Næsta stig er að leggja niður jólin.“

12.

„þegar þessir sýrlensku flóttamenn verða komnir þá verði hlaupið upp til handa og fóta og og kirkjurnar okkar verði notaðar sem moskur og bænaköll komi í staðinn fyrir messur og sálmasöng“

11.

„þetta snýst um vilja þjóðarinnar en ekki fáeinar frekjur!“

10.

„hvað um jólin eigum við ekki bara fella þau niður er það ekki bara sjáfsagt eins og annað það er þokkalegt ef maður á eftir að jólast í felum í landinu sem maður er fæddur í og allaf búið“

9.

„Er þá boðið upp á hal-al kjöt og svínakjöt banna?“

8.

„Maður er gjörsamlega komin með upp í kok af þessu pólitíska rétttrúnaðarkjaftæði“

7.

„þetta er Íslenskt þjóðfélag, Íslensk þjóð. Byggð á Kristnum, og þjóðlegum rótum.“

6.

„Hvað næst – verður hangikjöt og meðlæti bannað af því að það þarf að taka tillit til þeirra sem eru grænmetisætur?“

5.

„Hvað næst , afnema jólahald og okkar menningu vegna innfluttra hefða þetta er byrjunin á að temja Íslendinga til hlíðni , erum við að missa tökin á okkur sjálfum ? þetta heitir KÚGUN“

4.

„Meirihlutinn víkur fyrir minnihlutanum, hvert er verið að stefna. Hvar eru réttindi meirihlutans.“

3.

„Meirihluti Íslendinga eru kristnir – og það er hróplega ósanngjarnt að þó að þú kjósir ekki að leyfa þínu barni að fara í kirkju og upplifa hátíðlega stemmningu, af hverju á það þá að bitna á mínu barni?“

2.

„Næst verður það að jólalog og það sem tilheyrir jólunum verði bannað á Ríkisútvarpi Allra Landsmanna“

1.

„Kvað næst.? Þjóðsöngurinn.“

Auglýsing

læk

Instagram