Manndráp á Hagamel: Konan sem lést var á fimmtugsaldri

Kona lést í íbúð á Hagamel í gærkvöldi. Tilkynning um málið barst klukkan 21.38. Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, grunaðir um að hafa orðið konunni að bana. Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu er annar þeirra er undir meiri grun en hinn um aðkomu að dauða hennar.

Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin en hér er það sem vitað er um málið:

  • Konan var fimmtugsaldri og af erlendu bergi brotin. Hún var úrskuðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi.
  • Hún varð fyrir líkamsárás á heimili sínu en grunur leikur á að vopni eða áhaldi hafi verið beitt.
  • Annar karlinn sem var handtekinn er Íslendingur á þrítugsaldri. Hann býr í húsinu. Hinn var erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var gestkomandi í húsinu.
Auglýsing

læk

Instagram