María Ólafs sendir frá sér ábreiðu á lagi Jessie J: „Boðskapurinn svo ótrúlega fallegur“

Auglýsing

Söngkonan María Ólafsdóttir hefur sent frá sér ábreiðu á laginu Who you are með bresku söngkonunni Jessie J. Horfðu á myndband við lagið hér fyrir ofan.

María tók upp lagið og myndband í hljóðverinu Hljóðverk þar sem Einar Vilberg stýrði upptökum. „Mig hefur lengi langað til að taka upp cover af þessu lagi,“ segir María.

Þetta er eitt af mínum uppáhaldslögum og hefur verið lengi. Í ágúst síðast liðinn sá ég söngkonuna svo flytja þetta lag í Laugardalshöllinni og það snerti mig mjög mikið. Boðskapurinn í laginu er svo ótrúlega fallegur.

Á bassa spilar Baldur Kristjánsson, á cajon spilar Gunnar Leó Pálsson og Helgi Reynir Jónsson spilar á gítar en hann sá einnig um hljóðblöndun.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram