Meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar sparkað af Facebook eftir að þeir birtu mynd í óleyfi

Lokað hefur verið á Facebook-aðgang fjölda fylgismanna Íslensku þjóðfylkingarinnar eftir að Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari hafði samband við Facebook og lét vita að þeir væru að nota ljósmynd hans í óleyfi. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Myndband: „Við viljum stoppa þetta af, þennan innflutning á múslimum“

Gústaf Níelsson sagnfræðingur birti myndina á Facebook-síðu sinni en hún var tekin Austurvelli á mánudag þar sem íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum.

Samstöðufundur með flóttafólki var haldinn á sama tíma og hópur fólks myndaði hring utan þjóðernissinna hönd í hönd. Gústaf klippti myndina til þannig að hún sýndi aðeins Semu Erlu Serdar, sem hefur skrifað um fordóma í garð útlendinga á Íslandi, og Gunnar Waage, ritstjóra vefsíðunnar Sandkassinn.com, haldast í hendur.

Ásgeir segir í samtali við RÚV að í sumum tilvikum hafi verið lokað alveg á Facebook-aðgang þeirra sem birtu myndina, í öðrum tilvikum var myndin eingöngu fjarlægð.

Ég leyfi engum að nota myndirnar mínar í áróðurskyni, hvoru megin við línuna sem það væri.

Ásgeir sendi Facebook svokallað DMCA-bréf, kröfubréf um að höfundarréttarvarið efni sé fjarlægt. Hann telur um 160 manns hafi birt myndina sem er með lögverndaðan höfundarrétt.

Auglýsing

læk

Instagram