Ríkisstjórnarsamstarfið ekki að gera Bjarna gráhærðan: „Þegar ég fer í klippingu kemur grái karlinn“

Auglýsing

Mynd sem birtist með frétt RÚV um viðbrögð Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í stóra seðlamálinu í dag hefur vakið talsverða athygli. Sér í lagi vegna þess að hárlitur Bjarna hefur gránað allverulega á undraskömmum tíma.

Á Twitter hefur fólk velt þessu fyrir sér

Í samtali við Nútímann þorir Bjarni ekki að fullyrða að ríkisstjórnarsamstarfið sé að gera hann gráhærðan heldur nýja klippingin. „Þegar ég fer í klippingu kemur grái karlinn upp í mér,“ segir hann léttur.

Sjálfur fær hann ávallt margar spurningar um hárlit sinn skömmu eftir klippingu. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem fólk veltir þessu fyrir sér. Bjarni hefur aldrei litað á sér hárið og hann segir að það standi ekki til að breyta um blæ. Hann segist hins vegar vona að frétt Nútímans lægi öldurnar í þessum efnum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram