Sigurjón Kjartansson játar ást sína á Abba: „Ef þau hefðu verið Íslendingar hefðu þau byggt sér hvort sitt húsið í Árbænum”

Auglýsing

Sigurjón Kjartansson játaði ást sína á sænsku hljómsveitinni Abba í stórskemmtilegum pistli á Stundinni í gær. Hann segir að upphaflega hafi hann þurft að leyna ást sinni á hljómsveitinni sem þótti ekki nægilega kúl en hann hafi síðar viðurkennt fyrir öllum að Abba hafi væri hans uppáhalds hljómsveit.

Hann segist enn í dag halda mikið upp á Abba. Þrátt fyrir að hafa farið í gegnum alls konar tímabil í tónlist hafi Abba alltaf staðið með honum eins og klettur. Það kemur ef til vill mörgum á óvart að uppáhalds hljómsveit Sigurjóns, sem er meðal annars þekktur sem meðlimur í þungarokkssveitinni HAM, sé Abba. Ástæðuna segir hann hinsvegar einfalda, Abba er alveg laus við að vera kúl.

„En samt get ég ekki haldið öðru fram en þetta sé guðdómlegasta dægurtónlist sem samin hefur verið. Og kannski er það einmitt vegna þess að þeim Birni og Benny – mönnunum sem sömdu öll þessi Abba lög – var svo nákvæmlega sama hvort einhverjum fyndist þeir kúl eða ekki. Þeir vissu sjálfir að þeir voru ekki kúl og þá langaði bara hreint ekkert að verða kúl. Það eina sem komst að hjá þeim var að eyða sem mestum tíma í stúdíói eða í sumarbústaðnum sínum og semja öll þessi himnesku lög á meðan þeir horfðu yfir sænska skerjagarðinn,” skrifar Sigurjón.

Hann segir ekkert rugl hafa verið á hljómsveitinni og þess vegna hafi ef til vill ekki verið fjallað jafn mikið um hana í tónlistarsögunni og aðrar stórhljómsveitir.

Auglýsing

Sjá einnig: Ragnar játar ást sína á Justin Beiber: „Segið litlu systur minni að finna sér aðra fyrirmynd“

„Það varð til Bítlakynslóð. Aldrei hef ég hins vegar heyrt um unglinga sem fluttu að heiman og gáfu skít í foreldra sína vegna þess að þau fengu ekki að hlusta á Abba. Enga dulspekinga veit ég um sem reynt hafa að rýna í texta Abba í von um að finna spádóma um heimsendi eða eitthvað slíkt. Það var ekkert rugl á Abba.”

Agneta fór ekkert í dópið eða neitt svoleiðis. Benny var ekkert á sýru eða í heróíni. Björn átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Þau voru bara mjög venjulegir Svíar sem giftust hvert öðru og eignuðust börn. Ef þau hefðu verið Íslendingar hefðu þau byggt sér hvort sitt húsið í Árbænum.

Hann segir hljómsveitina einfaldlega hafa skilið eftir sig ótrúlegt magn af góðri tónlist sem hefur lifað. Abba fylgi engum tíðaranda heldur snúist um tilfinningaskalann allan.

„Og þess vegna mun Abba lifa Bítlana. Það verður hlustað á Abba eftir mörg hundruð ár þegar allir verða búnir að steingleyma Bítlunum. Nostalgía deyr út. En ekki tifinningar.”

Lestu pistil Sigurjóns í heild sinni hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram