Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum kærir úrslit kosninganna

Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum er búinn að kæra úrslit sveitarstjórnarkosninganna þar til sýslumanns. Kæran er vegna fjögurra utankjörfundaratkvæða sem skiluðu sér ekki og vegna myndbirtingar á samfélagsmiðlum af atkvæði. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum kemur fram að atkvæðin fimm kunni að geta breytt úrslitum kosninganna. Samkvæmt Elliða Vignisson fráfarandi bæjarstjóra neitaði kjörstjórn að taka á móti fjórum utankjörfundaratkvæðum sem bárust innan við mínútu of seint.

Trausti Hjaltason, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Eyj­um, segir það augljóst að löngu hefði verið búið að kjósa þó svo að illa hefði gengið að koma atkvæðunum til Vestmannaeyja. Hann segir það vera skyldu þeirra að láta á það reyna hvort að ekki sé brotið á kjósendum í þessu tilfelli.

Hreinn meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­manna­eyj­um féll í kosn­ing­un­um og var í gær til­kynnt um að Eyjalist­inn og H-list­inn, Fyr­ir Heima­ey, hafi komið sér sam­an um að mynda nýj­an meiri­hluta í bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja og að Íris Ró­berts­dótt­ir yrði nýr bæj­ar­stjóri.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram