Suðurríkjapresturinn bullar um Íslendinga í nýrri heimildarmynd: „Ísland er femínistahelvíti“

Hinn svokallaði Sunðurríkjaprestur, sem lét íslenskt samfélag heyra það í predikun í fyrra, heldur áfram að bulla um íslenskt samfélag í nýrri heimildarmynd sem hefur verið birt á Youtube. Horfðu á myndina hér fyrir ofan.

Inntak myndarinnar er hörð gagnrýni á þá staðreynd að á Íslandi og víðar á Norðurlöndunum þykir ekkert tiltökumál að börn fæðist utan hjónabands. Á meðal þess sem hann notar máli sínu til stuðnings er umfjöllun CNN um málið en hún var einmitt tilefni predikuninnar á sínum tíma.

Steven notar líka viðtal við Frosta og Mána í Harmageddon þar sem hann kallaði íslenskar konur hórur og vísaði í Biblíuna máli sínu til stuðnings. „Miðað við tölfræðina er meirihluti íslenskra kvenna eru hórur,“ sagði hann.

Ég er ekki að segja að þær séu það allar, ég er viss um að það er gott fólk á Íslandi en 67 prósent eru greinilega hórur.

Viðtalið vakti mikla athygli á meðal aðdáenda prestsins á sínum tíma og aðdáendur hans hjóluðu í kjölfarið í Frosta og Mána. Steven kallar einnig Ísland „femínistahelvíti“ vegna árangri sem náðst hefur í jafnrétti kynjanna.

Í myndinni gagnrýnir Steven einnig hærra menntunarstig kvenna ásamt þátttöku karla í heimilisstörfum þar sem slíkt grefur undan kristilegum fjölskyldugildum. Hann er ekki hrifinn af sósíalisma sem hann segir þrífast á Norðurlöndunum og rengir tölur OECD sem sýna að Norðurlandaþjóðirnar raða sér í efstu sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims.

Sjá einnig: Suðurríkjaprestur lætur Ísland heyra það í klikkaðasta myndbandinu á internetinu

Steven Anderson lét íslenskt samfélag heyra það í predikun í baptistakirkju í Tempe í Arizona í apríl í fyrra. Hann vitnaði meðal annars í umfjöllun CNN þar sem kom fram að 67 prósent barna hér á landi fæddust utan hjónabands.

Anderson sagði að Ísland sé land bastarða. Predikunin var ansi löng en Nútíminn klippti saman brot af því versta sem hann hefur að segja um þjóðina. Rifjaðu upp myndbandið hér.

Anderson hefur ítrekað komið sér í fréttirnar fyrir hatursorðræðu gegn hinsegin fólki og gyðingum.

Auglýsing

læk

Instagram