Þrjár konur stýra saman þætti í fyrsta skipti í sögu FM957: „Útvarpsbransinn er karlmannsbransi“

Ósk Gunnarsdóttir, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Sigrún Sig byrja með útvarpsþáttinn Þrjár í fötu á FM957 á sunnudaginn í næstu viku. Aldrei áður hafa þrjár konur stýrt saman útvarpsþætti á FM957. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Miklu fleiri karlar stýra útvarpsþáttum á Íslandi en konur, sérstaklega í miðlum 365. Þrjár í fötu munu því aðeins leiðrétta hlutfallið. „Útvarpsbransinn er karlmannsbransi, það er bara þannig,“ segir Ósk í samtali við Fréttablaðið.

Ég var búin að hugsa það í meira en ár hvað það vantaði þátt á borð við þennan í íslenskt útvarp áður en ég lét loks til skarar skríða. Ég veit ekki til þess að það sé til íslenskur útvarpsþáttur sem er stýrður af þremur konum.

Þórunn Antonía bætir við að það séu svolitlir fordómar fyrir konum í útvarpi. „Sumir halda því fram að það sé óþægilegt að hlusta á kvenmannsraddir í útvarpi; að hátíðni stuði fólk og að við megum ekki hljóma of músalegar,“ segir hún.

Þátturinn verður á dagskrá á sunnudögum milli klukkan 19 og 21.

Auglýsing

læk

Instagram