Twitter japlar á Ragnari Önundarsyni: „Fokið í flest skjól þegar Gylfi Ægis fordæmir þig“

Eins og Nútíminn greindi frá í gær þá birti Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi í tengslum við umfjöllun um kynferðislega áreitni sem konur í stjórnmálum upplifa. Skilaboðin sem Ragnar lét fylgja með myndinni þóttu kristalla hluta vandans sem konur í stjórnmálum standa frammi fyrir.

Um 600 konur úr öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi hafa skráð sig í lokaðan hóp á Facebook þar sem þær ræða kynbundið ofbeldi í íslenskum stjórnmálum. Áslaug Arna er ein þeirra sem steig fram í dag. Konurnar hafa deilt yfir 100 sögum um valdbeitingu, kynbundið ofbeldi eða áreitni sem þær hafa upplifað í starfi sínu í stjórnmálum.

Sjá einnig: Konur í stjórnmálum upplifa þukl, kynferðislegar athugasemdir og skilaboð á kvöldin frá karlkyns kollegum

Konurnar hafa sent frá sér áskorun þar sem þess er krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkarnir taki af festu á málinu. „Þess er krafist að karlmenn innan flokkanna og flokkarnir sjálfir setji sér viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja og að þær muni fá stuðning,“ segir í yfirlýsingu frá hópnum.

Ragnar birti myndina í kjölfarið á umræðu um málið í Kastljósi. „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum,“ segir hann við myndina.

Twitter var ekki lengi að bregðast við. Kassamerkið #ekkiveraragnar varð til og í allan morgun hafa tístin um Ragnar hrúgast upp. Nútíminn tók nokkur saman

Maður spyr sig

Jón Gnarr er með

????????????

https://twitter.com/annarutkri/status/933258112512823296

Auglýsing

læk

Instagram