Austurlensk núðlusúpa með kjúklingi, chilli og kóríander

Hráefni:

1 pakki hrísgrjónanúðlur

3 kjúklingabringur

1 dós kókosmjólk

1 líter vatn

3 hvítlauksgeirar

1 búnt kóríander

2 chilli

4 vorlaukar

3-4 cm engifer

1 dl salthnetur

1/2 dl fiskisósa (fæst í austurlensku hillunum í flestum matvörubúðum)

2 teningar kjúklingakraftur

salt og pipar

Aðferð:

1. Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á pönnu. Krydda með salti og pipar. Takið til hliðar og geymið.

2. Saxið hvítlauk, engifer, 1/2 búnt kóríander og 1 chilli mjög smátt niður og steikið í 2 mín með olíu í góðum potti.

3. Bæta svo vatni, kókosmjólk og kjúklingakrafti í pottinn og sjóða á vægum hita í c.a. 20-30 mín.

4. Síðast fer fiskisósan saman við og súpan látin sjóða í 10 mín í viðbót.

Á meðan súpan mallar eru núðlurnar eldaðar (samkvæmt leiðbeiningum á pakkningum) í öðrum potti. Mæli með að skola þær vel í gegnum sigti þegar þær eru tilbúnar.

Þegar súpan er tilbúin skammtar maður í hverja skál núðlum, súpu og svo kjúkling. Þetta er svo toppað með söxuðum vorlauk, chilli, kóríander og hnetum.

Auglýsing

læk

Instagram