Cajun kjúklingur í rjómalagaðri Alfredo sósu

Auglýsing

Hráefni:

  • 1.5 msk Cajun krydd
  • 4 msk smjör
  • 2 kjúklingabringur
  • 5 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 1/2 dl kjúklingasoð
  • 2 1/2 dl rjómi
  • handfylli af saxaðri steinselju
  • 170 gr rifinn parmesanostur

Aðferð:

1. Kryddið kjúklingabringurnar með Cajun kryddinu. Hitið 2 msk af smjöri á pönnu og steikið kjúklinginn, á báðum hliðum, þar til hann er eldaður í gegn. Takið hann af pönnunni og leggið til hliðar.

2. Takið sömu pönnu ( ekki skola hana á milli ) og hitið aftur 2 msk af smjöri. Steikið næst hvítlaukinn í um 30 sek. Bætið þá kjúklingasoði og rjóma á pönnuna.

Auglýsing

3. Hrærið steinselju og parmesan saman við sósuna ásamt smá cajun kryddi og salti og pipar eftir smekk. Leyfið þessu malla þar til parmesan osturinn hefur bráðnað og sósan er farin að þykkna.

4. Skerið kjúklinginn niður og leggið hann í sósuna á pönnunni. Toppið með steinselju og rifnum parmesan.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram