Ofnbakaðar kókosrækjur með chillisósu

Auglýsing

Hráefni:

  • 2 egg, hrærð saman með gaffli
  • 1 poki risarækjur ( c.a. 800-900 gr)
  • 3 1/2 dl kókos
  • 1 dl panko brauðrasp
  • 2 msk hveiti
  • 2 msk sesamfræ
  • 1/2 tsk paprika
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • extra virgin ólívuolía

Aðferð:

1. Hrærið eggin saman í stórri skál og hellið rækjunum saman við. Blandið þessu vel saman.

2. Hitið ofninn í 210 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

Auglýsing

3. Blandið saman í skál kókos, panko rasp, sesam fræjum, papriku, salti og pipar.

4. Takið eina rækju í einu og dýfið í kókos/panko blönduna. Raðið þeim næst á ofnplötuna. Penslið næst yfir rækjurnar með ólívuolíu. Bakið í 8-12 mín eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn og hjúpurinn orðinn gylltur og stökkur.

5. Berið fram með góðri sætri chillisósu.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram