Ofnbakaðar sætar kartöflur með karamelliseruðum lauk og hvítlauk

Hráefni:

  • 2 sætar kartöflur, afhýddar og skornar í bita
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 1 tsk laukduft
  • 1 tsk timjan
  • 1/2 tsk pipar
  • 2 tsk salt
  • 1/2 tsk paprika
  • 1/2 dl ólívuolía
  • 5 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 laukur skorinn niður
  • 1 tsk sykur eða sýróp

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 210 gráður. Setjið kartöflurnar í stórt eldfast mót og kryddið þær með hvítlauksdufti, laukdufti, timjan, salti, pipar og papriku. Hellið ólívuolíu létt yfir alltaf saman og þetta fer næst inn í ofn í um 55 mín. Gott er að hræra reglulega í kartöflunum svo þær brenni ekki.

2. Þegar um 15 mín eru eftir af eldunartímanum er laukurinn og hvítlaukurinn steiktur upp úr olíu á pönnu í um 12-15 mín. Þegar laukurinn er farinn að mýkjast vel er gott að setja 1 tsk af sykri eða sýrópi saman við og steikja áfram. Þá kemur karamellu-áferð og sætt bragð af lauknum sem fer svo vel með kartöflunum.

2. Þegar kartöflurnar koma úr ofninum er lauknum hrært saman við og þetta borið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram