Að Gylfi Sigurðsson segi brandara á blaðamannafundum gerir okkur bara spenntari

Það styttist í stóru stundina. Ísland mætir Portúgal á EM í Frakklandi á þriðjudagskvöld og spennan er að verða óbærileg.

Gylfi Þór Sigurðsson sló á létta strengi á fjölmiðlafundi Íslands í Saint-Etienne í gær og skaut nettu skoti á rithöfundinn Þorgrím Þráinsson sem hefur verið í landsliðsteymi KSÍ síðustu ár. Sjáðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Spurður út í mögulega svefnerfiðleika liðsins fyrir leikinn gegn Portúgal sagði Gylfi að það kæmi sér ekkert á óvart ef einhverjir leikmenn myndu banka upp á hjá lækninum og biðja um svefntöflur.

Nei, við erum flestir vanir því að spila stóra leiki. En við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik og nú er loksins komið að því.

Fyrirliðinn Aron Einar sagði þá að það væri best að lesa einhverja leiðinlega bók í kvöld til að sofna snemma. „Já, bara einhverja af bókunum hans Togga og þá ætti maður að sofna fljótt,“ bætti Gylfi við.

Ansi skemmtilegt augnablik sem við endurbættum aðeins. Sjáðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram