Aron Mola segir frá því þegar hann áttaði sig á áhrifum kláms: „Það eina sem þú ert að hugsa um eru rassar og brjóst“

Áhrifavaldurinn og leikarinn Aron Már Ólafsson, best þekktur sem Aron Mola, segir frá því þegar hann áttaði sig á því að klám hefði gríðarleg áhrif á viðhorf hans og hugmyndaheim.

Aron ræðir um málið í fjáröflunar- og fræðsluþættinum Allir krakkar sem sýndur verður á RÚV klukkan 20:40 í kvöld.

„Þú ert alltaf að hugsa út frá röngum forsendum, þú veist umhverfið í kringum þig af því að þú ert svo eitraður af klámi. Það eina sem þú ert að hugsa um eru rassar og brjóst. Og djöfull er hún heit og ferð svo af stað með fantasíur í hausnum um þessa manneskju,“ segir Aron í þættinum.

Brot úr þættinum má sjá hér að neðan

Aron Moli – Allir krakkar

Samfélagsmiðlastjarnan Aron Mola segir frá því þegar hann prófaði að hætta að skoða klám og hann áttaði sig í kjölfarið á áhrifunum sem klámið hafði á viðhorf hans og hugmyndaheim. Rætt er við Aron í fjáröflunar- og fræðsluþættinum Allir krakkar sem er á dagskrá RÚV klukkan 20:40 í kvöld. #allirkrakkar #sjúkást #aronmoli

Posted by RÚV on Fimmtudagur, 1. nóvember 2018

Auglýsing

læk

Instagram