Ásgeir er fyrrverandi tengdasonur stríðsglæpamannsins sem drakk eitrið: „Hann hikaði aldrei við að gera það sem þurfti að gera“

Ásgeir Friðgeirsson, almannatengill var tengdasonur Slobodans Praljak stríðsglæpamanns sem tók eitur við dómsuppsögu í vikunni. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi ekki hafa komið sér á óvart að Slobodan hafi tekið eigið líf á svo dramatískan hátt. Sjáðu myndband af atvikinu í spilaranum hér að ofan.

Ásgeir var kvæntur Natasha Babic, fósturbarni Slobodans og kynntist honum á árunum 1997 til 2003. Hann segir í viðtali sem birtist í  Morgunblaðinu að Slobodan hafi verið stór í öllu og aldrei hikað í þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur.Hann var maður sem hikaði aldrei við að gera það sem þurfti að gera“ segir Ásgeir.

„Hann var mjög fyrirferðarmikill alls staðar þar sem hann kom, var mikill athafnamaður, rak ýmis fyrirtæki og maður sem lét verulega til sín taka,“ segir Ásgeir í samtali við Morgunblaðið.

Auglýsing

læk

Instagram