Auglýsing

Forsetaframbjóðendur í Háskólanum í Reykjavík, fylgstu með í beinni útsendingu

Frambjóðendur til forseta Íslands sitja fyrir svörum á opnum fundi Lögréttu, félagi laganema við Háskólann í Reykjavík, klukkan tólf í dag. Efni fundarins er stjórnarskrá Íslands og hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Þetta fólk er í framboði til forseta Íslands

Fundurinn er öllum opinn og stendur til klukkan 13 í stofu M105 í Háskólanum í Reykjavík. Hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og svara spurningum um stjórnarskrána. Eftir erindi frambjóðenda verður tekið við spurningum á sal.

Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Halla Tómasdóttir og Hildur Þórðardóttir hafa boðað komu sína en Guðrún Margrét Pálsdóttir og Sturla Jónson verða ekki til svara á fundinum í dag.

Fylgstu með fundinum hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing