„Hann hélt áfram og kláraði sitt, kyssti mig á ennið og sagði: Æ, sorrí. Ég var bara svona graður“

Nemendur í Kvennaskólanum í Reykjavík hafa birt myndband undir yfirskriftinni: Druslur tala. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Femínistafélag skólans vann myndbandið í samstarfi við vídjónefndina. Í myndbandinu segja nemendur úr skólanum meðal annars frá upplifun sinni af kynferðisofbeldi á hispurslausan hátt: „Hann hélt áfram og kláraði sitt, kyssti mig á ennið og sagði: Æ, sorrí. Ég var bara svona graður.“

Druslugangan fer fram í Reykjavík laugardaginn 23. júlí. Myndband nemenda Kvennó var birt á Facebook-síðu Druslugöngunnar í dag með eftirfarandi skilaboðum: „Við erum stolt af því að búa í samfélagi þar sem unga kynslóðin talar opinskátt um kynferðisofbeldi,“ segir þar.

Að Druslugangan geti hjálpað til í þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað undanfarin ár er stórkostlegt, og við munum halda áfram af fullum krafti.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Instagram