Örtröð hefur verið í Costco frá því að verslunin opnaði í síðustu viku. Um 67 þúsund manns eru komin í hóp á Facebook þar sem fólk skiptist á myndum og sögum úr versluninni og áhrifin á verslun á Íslandi virðast ætla vera mikil.
Elísabet Inga, útsendari Nútímans, fór í heimsókn í Costco og spjallaði við ánægða viðskiptavini. Einn sagðist vera búinn að segja bless við hinar búðirnar en enginn virðist ætla að kaupa risafílinn á 499.999 krónur.
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.