Hvernig mun strákunum okkar ganga á EM? Við spurðum 14 konur á förnum vegi

Spennan magnast fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í Frakklandi á morgun þegar heimamenn mæta Rúmeníu. Á morgun! Ísland hefur leik á þriðjudaginn og mætir Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu og spennan er að verða óbærileg.

Sjá einnig: Hannes Þór orðlaus yfir kveðju frá vinum sínum: „Sit hérna með kökkinn í hálsinum í flugvélinni“

Elísabet Inga, útsendari Nútímans, fór á stúfana og spurði 14 konur á förnum vegi hvernig gengi strákanna okkar verður á mótinu. Flestar höfðu þær mikla trú á liðinu og nokkrar spáðu þeim upp úr riðlinum og í 16 liða úrslit.

Þær voru þó einnig sammála um að þetta verði gríðarlega erfitt og Frökkum, Spánverjum, Ítölum og Þjóðverjum var spáð sigri á mótinu. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram