Auglýsing

Íslensk náttúra í aðalhlutverki í myndbandi við ofursmell Major Lazer og Justins Bieber

Íslensk náttúra er í aðalhlutverki í myndbandi við smellinn Cold Water með hljómsveitinni Major Lazer. Justin Bieber og danska söngkonan MØ syngja í laginu sem er eitt það vinsælasta í heimi um þessar mundir. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Myndbandið var tekið upp víða um land í síðustu viku. Þrátt fyrir að Justin Bieber hafi verið á landinu á meðan upptökur stóðu yfir kemur hann ekki fram í myndbandinu.

Hópur dansara fer á kostum í myndbandinu sem er eins og auglýsing fyrir það sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing