Jim Carrey grillaði í fréttakonu E! News og úr varð eitt steikt viðtal: „Ég er ekki til“

Auglýsing

Leikarinn Jim Carrey var gripinn í viðtal á sjónvarpsstöðinni E! News í gær og það er óhætt að segja að svör hans við spurningum fréttakonunnar hafi verið allt annað en hefðbundin. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

„Þetta er fullkomlega merkingarlaust,“ byrjaði hann á því að segja. „Ég vildi fara merkingarlausasta viðburð sem ég gat mögulega fundið og hér er ég. Þú verður að viðurkenna að þetta er algjörlega merkingarlaust.“

Tilraunir fréttakonunnar til að stýra viðtalinu á hefðbundnari brautir reyndust árangurslausar og það varð bara steiktara eftir því sem á leið. Það er tilgangslaust að reyna að útskýra þetta. Horfðu á viðtalið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram