Myndband: Hellisheiðarvirkjun logar

Auglýsing

Eldur logar í þaki miðbyggingar Hellisheiðarvirkjunar. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Ekki er vitað um eldsupptök en allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæðniu og úr Árnessýslu hefur verið kallað út og er mætt á svæðið. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir á vef RÚV að ekki vitað til þess að neinn hafi skaðast af völdum eldsvoðans.

Í tilkynningu frá OR kemur fram að tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna elds sem kom upp í loftræsikerfi hennar í morgun. „Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir þar.

Fréttin verður uppfærð.

Auglýsing

læk

Instagram