Örnu Báru var sagt að hún gæti ekki orðið frægt módel, Playboy er toppurinn

Fyrirsætan Arna Bára Karlsdóttir segist alltaf hafa verið með rosalega stóra drauma og langað að gera rosalega mikið í lífinu. „Ég væri alveg til í að leika í bíómynd í framtíðinni einhvers staðar í útlöndum og gera fullt af stórum hlutum,“ segir Arna Bára í Nútímafólki sem er nýr þáttur á Nútímanum.

Rætt er við Örnu Báru í fyrsta þætti Nútímafólks sem þú finnur í spilaranum hér fyrir ofan.

„Ég var lögð í einelti þegar ég var yngri og mér var sagt að ég gæti ekki orðið frægt módel. Mig langaði alveg rosalega mikið að vera heimsfrægt módel,“ segir Arna Bára í þættinum.

Ég er 162 sentimetrar á hæð, ekki 172 sentimetrar eins og maður þarf að vera. Þannig að ég ákvað að fara í glamúrbransann, þar sem maður má vera lítill — þarf bara að vera sexí. Toppurinn þar er Playboy, þannig að ég ákvað að sækja þangað.

Arna Bára segist í þættinum hafa lent í fordómum, sérstaklega eftir að hún byrjaði að keppa í fyrirsætukeppninni Playboy Miss Social árið 2012. Hún var nýorðin móðir og fékk að heyra það frá virkum í athugasemdum.

„Fólk var að drulla yfir mig sem móðir og meira að segja uppeldið á mér, það hlyti að vera eitthvað að mömmu minni. Ég gæti ekki verið góð móðir því ég vildi gera þetta í lífinu,“ segir hún.

Næsta myndband ▶️ Þorgrímur safnar peningum fyrir Barnaspítala Hringsins, handskrifaði heila bók

„Fyrst tók ég þetta rosalega inn á mig, ég sat heima og grenjaði yfir því sem fólk sagði um mig. Ég var kölluð feit, ljót, gömul, gráhærð. Ég sat og grét. Maður byggir upp vörn gegn þessu. Í dag þegar einhver skrifar eitthvað neikvætt, þá hlæ ég bara.“

Við fáum að kynnast Örnu Báru betur í Nútímafólki, sem eru stuttir vefþættir sem fjalla um allskonar fólk.

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram