Tæknibrellusérfræðingur úr stórmyndinni Everest fjarlægði typpi úr tónlistarmyndbandi

Hljómsveitin 1860 hefur sent frá sér myndband við lagið Your Eyes. Myndbandið er afar metnaðarfullt og var metnaðurinn slíkur að þegar typpakrot uppgötvaðist á vegg eftir að tökum lauk var sérfræðingur sem vann að stórmyndinni Everest fenginn til að fjarlægja krotið. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Hlynur Hallgrímsson, meðlimur 1860, þurfti að þola að láta henda sér aftur og aftur ofan í ískalt vatn í myndbandinu. Hann er hissa á því að enginn hafi tekið eftir typpakrotinu á meðan tökur stóðu yfir, enda ekki lítið krot eins og myndin hér fyrir ofan sýnir.

„Það er eiginlega fáránlegt, með allan þennan mannskap þarna að ekkert okkar hafi tekið eftir þessum risa tittlingi uppi á vegg,“ segir hann léttur í samtali við Nútímann.

Hvað þá þegar maður pælir í því hvað við vorum lengi þarna!

Viktor Aleksander Bogdanski leikstýrði myndbandinu sem Blindspot framleiddi.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram