Lög­reglan lýsir eftir Söndru Líf

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir eftir Söndru Líf Þórarins­dóttur Long, 27 ára, til heimilis í Hafnar­firði, en síðast er vitað um ferðir hennar á skír­dag (fimmtu­dag).

Sandra er grann­vaxin, um 172 sm á hæð og með mjög sítt, rauð­leitt hár. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leður­jakka og hvíta striga­skó. Sandra var með háls­klút (kar­rígulur og bletta­tígurs­munstur) og með svarta og gráan klút/hár­band í hárinu. Hún hefur til um­ráða ljós­gráan Ford Focus, skráningar­númer UH828.

Þeir sem geta gefið upp­lýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður­komin, eru vin­sam­legast beðnir um að hafa tafar­laust sam­band við lög­regluna í síma 112.

Auglýsing

læk

Instagram