Amber Rose frelsar geirvörtuna á Twitter

Barátta fyrirsætunnar Amber Rose fyrir jafnrétti kynjanna heldur áfram.

Amber frelsaði geirvörtuna á Twitter í dag til að styðja #freethenipple-byltinguna sem hefur átt sér stað um allan heim. Hún stóð fyrir eigin druslugöngu í Los Angeles í fyrra og hyggst endurtaka leikinn í ár.

Amber Rose varð heimsþekkt þegar hún var kærasta rapparans Kanye West áður en hann byrjaði með Kim Kardashian og hafa þær eldað grátt silfur saman síðustu ár. En það er barátta hennar fyrir jafnrétti kynjanna sem hefur vakið mikla athygli undanfarið.

Amber stóð með óvinkonu sinni á dögunum þegar Kim var gagnrýnd fyrir að birta nektarmynd af sér á Instagram. „Ég myndi standa með hvaða konu sem er í þessum aðstæðum,“ sagði hún í samtali við Huffington Post.

Það skiptir engu máli. Það sem er rétt er rétt og ég þurfti að tala um þetta. Það var ósanngjarnt hvernig var ráðist á hana.

Amber Rose starfaði sem fatafella á árum áður og hefur stöðugt verið minnt á það í gegnum tíðina, sem hún segir ósanngjarnt. „Channing Tatum var strippari eins og ég og enginn segir neitt. Hann er á Óskarsverðlaununum og í teiti Vanity Fair, skilurðu?“

Hún segir að karlmenn í skemmtanabransanum séu ekki stöðugt minntir á fortíð þeirra. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum sjónvarpsþáttum ég kem fram í eða hvað ég leik í mörgum kvikmyndum, ég er alltaf strippari.“

Auglýsing

læk

Instagram