Bönkuðu óvænt upp á hjá Stefáni Karli og gáfu honum reiðhjól: „Ég verð bara að gefa ykkur knús“

Auglýsing

Hjóli leikarans Stefáns Karls Stefánssonar var stolið á dögunum. Þeir Emil Þór og Einar Þor hjá Kría Cycles ákváðu að koma Stefáni á óvart og færðu honum nýtt hjól í gær.

Trommuleikarinn Einar Scheving var staddur á heimili Stefáns þegar félagarnir bönkuðu upp á og birt myndband á Facebook. Þeir sögðust hafa fengið veður af því að hann vantaði nýtt hjól. „Mínu var allavega stolið úr garðinum,“ sagði Stefán hissa. „Eru þið brjálaðir?“ spurði hann svo þegar þeir sýndu honum hjólið. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég verð bara að gefa ykkur knús.

Stefán Karl hefur barist við krabbamein undanfarna mánuði og hefur tjáð sig opinskátt um baráttuna frá því að hann greindist með æxli í brishöfði í fyrrahaust. Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, sagði nýjustu fréttir af eiginmanni sínum í færslu á Facebook á dögunum. Stefán segir í myndbandinu að hann hafi prófað ýmsa líkamsrækt en að hann hafi fundið sig í hólreiðunum.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram