George Clooney væntanlegur til Íslands fyrir tökur á nýrri Netflix mynd

Auglýsing

George Clooney mun taka upp kvikmynd hér á landi í haust. Clooney er væntanlegur til landsins en hann mun gera myndina fyrir Netflix. Hann leikstýrir myndinni og mun einnig leika aðalhlutverkið. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Kvikmyndin verður byggð á bókinni Good Morning, Midnight. Tökur á myndinni munu fara fram bæði á Íslandi og á Bretlandi og er reiknað með því að þær hefjist í október. Í frétt RÚV kemur fram að framleiðslufyrirtækið Truenorth sjá um framleiðsluna hér á landi.

Bókin sem myndin er byggð á segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna að halda sambandi eftir heimsendi. Annar þeirra er staddur á heimskautasvæðinu en hinn er geimfari að reyna að komast til jarðar. Enska leikkonan Felicity Jones mun einnig leika í myndinni en hún er þekktust fyrir hlutverk sín kvikmyndum á borð við Star Wars: Rogue One og The Theory of Everything.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram