Milljón skoða Bjarna Ben á Snapchat og 200 taka skjáskot af fjármálaráðherranum

Auglýsing

Snapchat-færslur frá Reykjavík duttu inn á samskiptamiðilinn vinsæla í gær. Um gríðarlega öfluga kynningu er að ræða og sem dæmi um það hafa rúmlega milljón manns skoðað færslu Bjarna Ben sem sýndi umheiminum styttuna af Ingibjörgu H. Bjarnason en hún var fyrsta konan sem var kjörin á þing á Íslandi árið 1922.

Færslurnar frá Reykjavík er að finna í „live“-hlutanum á Snapchat. Þar birtast reglulega myndir og myndbönd frá viðburðum víða um heim. Leikarinn Þórir Sæmundsson er sá fyrsti sem birist þegar fólk skoðar færslurnar frá Reykjavík en hann birti myndband af sjálfum sér á þaki Þjóðleikhússins.

Á meðal þeirra sem láta sjá sig í færslunum eru hljómsveitin Amabadama, Páll Óskar, djammarar og fólk að borða ís. Bjarni Ben segir á Twitter að gaman sé að sjá hve margir fylgjast með. „Á Snapchat Live Reykjavík fær heimurinn skemmtilega sýn á mannlífið hér í dag,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram