Áslaug Arna verður næsti dómsmálaráðherra

Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær var ákveðið að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði næsti dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lagði fram tillögu um ráðherraefni sem var samþykkt.

Bjarni sagði að Áslaug væri einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands og að hún hefði komið af miklum krafti inn í þingið við fjölmiðla þegar niðurstaða flokksins var tilkynnt. Hann sagði að það væri því vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra.

Áslaug segist afar þakklát fyrir traustið sem henn sé sýnt, að hún sé spennt fyrir nýju verkefni og auðmjúk fyrir þeim áskorunum sem blasa við henni sem dómsmálaráðherra.

„Hjartans þakkir fyrir fallegu kveðjurnar og hvatninguna. Ég mun leggja mig alla fram í verkefnið,“ skrifar hún á Facebook.

Auglýsing

læk

Instagram