Skynjaði andúð frá tveimur konum þegar hann þurfti að redda brúneggjum fyrir Skaupið

Leikmunahönnuður fékk illt auga frá tveimur konum þegar hann fór í Krónuna að kaupa brúnegg fyrir atriði í Áramótaskaupinu. Þetta sagði Jón Gnarr, leikstjóri Skaupsins, í Áramótagleðinni á RÚV í gærkvöldi.

Myndband: Unaðslegur dagur í lífi hænu á búi Brúneggja í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV

Brúneggjamálið kom upp í lok nóvember þegar Skaupið var langt komið. Það þurfti því að hafa hraðar hendur til að koma því að en leikmunahönnuður  þurfti að finna brúnegg þegar verslanir voru hættar að selja þau.

„Við vorum í miðjum tökum þegar þetta gerðist og Frosti propsari var sendur út af örkinni til að ná í eggjabakka,“ útskýrði Jón í Áramótagleðinni á RÚV.

Hann fór held ég í Krónuna og fann engin brúnegg þannig að hann spurði starfsmann: „Eru þið ekki með brúnegg?“ og hann fór strax í vörn: „Af hverju?“ – „Bara fyrir Skaupið“ – „Já já! einmitt jú, þau eru hérna bakvið.“

Frosti fékk fimm eggjabakka og fór að sögn Jóns á kassann. „Það var kona á undan honum og önnur kona á eftir honum og hann skynjaði andúð frá báðum þessum konum,“ sagði Jón léttur.

„Og sagði svo í eins manns hljóði: „Þetta er fyrir Skaupið“ og þá slokknaði á öllum. Þær sögðu ekki neitt en hann skynjaði andúðina.“

Auglýsing

læk

Instagram