Vinsæl raftæki miklu ódýrari í Costco, hvernig verður verðið á Íslandi?

Bandaríska stórverslunin Costco verður opnuð í Kauptúni þriðjudaginn 23. maí næstkomandi. Margir bíða spenntir eftir að heimsækja verslunina, sjá úrvalið og verðin sem boðið verður upp á.

Sjá einnig: Tólf svakalegar vörur úr Costco í Bandaríkjunum sem við vonum að fáist í Costco á Íslandi

Nútíminn skoðaði vef verslunarinnar í Bretlandi og fann fjögur raftæki sem hafa verið vinsæl hér á landi. Við vildum vita hvað varan kostar hjá Costco og hvað hún kostar hér á landi og bera saman verðmuninn. Mesti verðmunurinn var rúmlega 23 þúsund krónur og minnsti tæplega tíu þúsund krónur.

1. Þráðlaus hátalari frá Bang & Olufsen

Svartur, þráðlaus hátalari frá Bang & Olufsen kostar 144.99 pund hjá Costco í Bretlandi, eða sem samsvarar 19.600 krónum.

Sömu hátalarar fást meðal annars hjá Ormsson og kosta þar 43 þúsund krónur.

Hér munar 23.400 krónum.

2. iPad frá Apple

Gylltur iPad frá Apple, 128GB með 9,7″ skjá kostar 418,89 pund hjá Costco í Bretlandi, eða sem samsvarar tæplega 57 þúsund íslenskum krónum.

Hjá Epli á Íslandi kostar sami iPad aftur á móti 69.990 krónur.

Hér munar 12.990 krónum.

3. Bose heyrnartól 

 

SoundLink Around-Ear BT heyrnartól frá Bose kosta 149.89 pund hjá Costco í Bretlandi, eða sam samsvarar rúmlega 20 þúsund krónum.

Sömu heyrnartól fást meðal annars hjá Elko og kosta allajafna 39.994 krónur. Þau eru aftur á móti tilboði í dag og kosta þá 29.996 krónur.

Hér munar tæplega tuttugu þúsund krónum en tæplega tíu þúsund krónum ef litið er til tilboðssins.

4. Myndavél frá Canon

Canon EOS 1300D 18-55mm myndavél með einni linsu, tösku og minniskorti kosta 339.99 pund hjá Costco í Bretlandi, eða sem samsvarar tæplega 46 þúsund krónum.

Sami pakki fæst meðal annars í Elko og kostar þar 55.995 krónur.

Hér munar tæplega tíu þúsund krónum.

Auglýsing

læk

Instagram