Gestgjafinn: Brokkólísteik með kryddjurtasósu og fetaosti

Auglýsing

Þessi réttur hentar vel sem aðalréttur en er einnig tilvalinn sem meðlæti með ljósu kjöti og fiski.

KRYDDJURTASÓSA MEÐ MÖNDLUM

120 g möndlur, ristaðar og skornar gróft
2 hnefafylli myntulauf, skorin
1 hnefafylli steinselja, skorin
2 msk. kapers, skorið gróflega
125 ml ólífuolía
60 ml rauðvínsedik

Setjið allt hráefnið í skál og hrærið, setjið til hliðar þar til fyrir notkun.

BROKKÓLÍSTEIK
3-4 brokkólíhausar, endar hreinsaðir og hausarnir skornir í þykkar sneiðar
ólífuolía, til að pensla brokkolíið með örlítið salt og pipar
6-8 radísur, skornar í þunnar sneiðar
2 lítil fennel, hreinsuð og skorin í þunnar sneiðar
200 g fetaostur

Auglýsing

Hitið pönnu eða grillpönnu og hafið á háum hita. Penslið brokkólíið báðum megin og sáldrið yfir salti og pipar. Steikið brokkólíið í 3-4 mín. báðum megin. Setjið radísur og fennel á disk og leggið brokkólíið yfir. Dreypið kryddjurtasósu yfir og myljið yfir fetaost.

 

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á áskriftarvef Birtíngs.

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram