Café Paris

Café Paris við Austurstræti er einn elsti og vinsælasti veitingastaður miðbæjarins. Frá opnun staðarins árið 1992 hefur hann náð að festa sig í sessi með reglulegum viðbætum á matseðli og húsnæði. SKE leit við á Café Paris og gæddi sér á BBQ grísasamlokunni en hún var borin fram í focaccia brauði með gúrku, tómötum, chilli mayo og salati. Auðvitað fylgdu franskar með og við laumuðumst til að bæta við bearnaise sósu… Maturinn var sérlega kræsilegur og ljúft var að fá sér ilmandi kaffibolla frá Illy að honum loknum. SKE mælir með Café Paris – þó ekki væri nema bara til að fá sér einn bolla og njóta þess að skoða mannlífið.

Auglýsing

læk

Instagram