Ketóvænar brauðstangir

Auglýsing

Þessar ljúffengu brauðstangir eru eiginlega of góðar til að vera sannar! Hér sleppum við hvítu hveiti og sykri og útkoman er þessi dásemd. Mæli 100 % með að prófa þessar hvort sem þú ert á keto mataræðinu eða ekki. 

Hráefni:

1 poki rifinn mozzarella (200 gr)

30 gr rjómaostur

Auglýsing

1 egg

1/2 dl rifinn parmesan

1 dl möndllumjöl

3 msk kókoshveiti

oreganó

hvítlaukssalt

hvítlauksolía

Aðferð:

1. Hitum ofninn í 210 gráður.

2. Setjum 130 gr af mozzarella og 30 gr af rjómaosti í pott og hitum yfir vatnsbaði þar til osturinn er bráðinn og blandan orðin eins og að deigi. Þetta má líka setja í skál og hita í örbylgjuofni í 30 sek í einu þar til blandan er klár.

3. Best er að blanda þessu svo saman við möndlumjöl, kókóshveiti og egg í matvinnsluvél eða töfrasprota. Þetta verður frekar klístrað deig og gott er að láta það standa aðeins og kólna áður en það er flatt út en þá er betra að vinna með það.

4. Gott er að fletja deigið út á bökunarpappír og leggja bökunarpappír ofan á deigið og þrýsta deiginu út með höndunum þar til það er orðið um 1/2 cm þykkt.

5. Dreifum svo helmingnum af afgangs mozzarella ostinum yfir deigið og bökum í um 5 mín eða þar til kantarnir eru farnir að gyllast.

6. Setjum svo restina af mozzarella ostinum og allan parmesan ostinn yfir. Kryddum með hvítlaukssalti og oreganó. Bökum aftur í um 5 mín. Tökum þetta úr ofninum, penslum með hvítlauksolíu og skerum í lengjur.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram