Ari Ólafs og Þórunn Erna ræða málin í sushi: „Maður á bara að gráta þegar manni langar að gráta“

Ari Ólafsson vann frækilegan sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins á dögunum með laginu Our Choice. Lagið er eftir Þórunni Ernu Clausen sem samdi einnig textann. Ari og Þórunn Erna eru gestir í þættinum 2 fyrir 1 sem Nútíminn framleiðir í samstarfi við Nova. Horfðu á fyrsta þáttinn hér fyrir ofan.

1. þáttur: Camilla Rut og Lína Birgitta ræða samfélagsmiðla: „Ef þú ert ekki hreinskilinn, það skín í gegn“

Þátturinn var tekinn upp á Sushibarnum en allir þættirnir verða teknir upp inni á veitingastöðum sem bjóða viðskiptavinum Nova upp á tvo rétti á verði eins.

Það vakti mikla athygli þegar Ari grét í beinni útsendingu í Söngvakeppninni. Í þættinum spyr Ari Þórunni hvort henni hafi fundist þetta skrýtið. „Nei, bara engan veginn,“ svaraði Þórunni.

„Ég hafði verið soldið lítill áður en ég fór upp á sviðið. Ég fékk svo mikla ást, fattarðu. Maður á bara að gráta þegar manni langar að gráta,“ sagði Ari í þættinum.

Ásamt Sushibarnum bjóða eftirfarandi aðilar upp á 2 fyrir 1 í febrúar: Geiri Smart, Satt Restaurant, Kaffitár, Joe & the juice, El Santo, Snyrtistofa Ágústu og Roadhouse. Sjá nánar og fleiri tilboð á nova.is/2f1 og í Nova-appinu.

Auglýsing

læk

Instagram