„Hún átti náttúrulega ekki að vera í þessu partíi“

Druslugangan verður gengin þann 23. júlí næstkomandi klukkan 14. Gengið er frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar. Sérstök áhersla lögð á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða, forvarna og fræðslu.

Örskýringarmyndbönd með Þorsteini Bachman, Dóru Takefusa, Margréti Erlu Maack, Ævari Vísindamanni, Stefáni Gunnari Sigurðssyni og Maríu Guðmundsdóttur hafa verið birt á Youtube en markmið þeirra er að fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu.

Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi. Í tilkynningu frá göngunni kemur fram að yfirlýst markmið hennar sé að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum.

„Í ár er kastljósinu sérstaklega beint að mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða, forvörnum og fræðslu,“ segir í tilkynningunni.

15.000 manns mættu í gönguna í gönguna og er það von skipuleggjenda að enn fleiri sýni þolendum kynferðisofbeldis stuðning í ár og gangi fyrir breyttu samfélagi. Fólkið sem mætir í Druslugönguna er þverskurður íslensks samfélags. Í hana mætir fólk af öllum kynjum, á öllum aldri og sýna í verki samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis.

„Með Druslugöngunni skapast einnig rými til að ræða við fólkið í kringum okkur. Tala við börnin okkar og fræða í nærumhverfi okkar. Aukin umræða er eina leiðin til að útrýma ofbeldinu sem hefur þrifist í þögninni allt of lengi,“ segir í tilkynningunni.

Það er það einlæg trú okkar sem skipuleggjum gönguna að með þessari baráttu getum við ekki einungis hjálpað þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi heldur einnig komið í veg fyrir það.

Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg vakning í samfélaginu um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess. „Þögnin hefur verið rofin af þúsundum einstaklinga sem hafa varpað ljósi á hversu gríðarlega stórt samfélagsvandamál kynferðisofbeldi er.“

Einkennisorð göngunar í ár eru „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir” og „Þú ert sama manneskjan fyrir mér”. „Með þessu er tekið á algengri tilfinningu þolenda um breytta sín þeirra og annarra á sjálf sig eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi og ítrekað að skömmin er ekki þolenda að bera,“ segir í tilkynningunni.

„Við getum staðið upp og sýnt það í verki að við ætl­um ekki að láta þetta of­beldi yfir okk­ur ganga leng­ur og sýnt þolendum stuðning. Þess vegna boðum við til Druslugöngu 23. júlí klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Gengið verður í átt að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar.“

Auglýsing

læk

Instagram