JóiPé og Chase eiga heitasta lag landsins: „Mjög heppinn með djúpu röddina mína“

Auglýsing

Lagið Ég vil það með þeim Jóapé og Chase Anthony kom út fyrir rúmum tveimur vikum og hefur heldur betur verið að slá í gegn. Lagið er með tæplega 60 þúsund spilanir á Youtube og má einnig finna á Spotify.

Jóhannes Damian Patreksson eða JóiPé eins og hann kallar sig viðurkennir í samtali við Nútímann að vinsældir lagsins hafi komið þeim félögum á óvart. „Við bjuggumst aldrei við svona miklum og góðum viðbrögðum á laginu,“ segir hann.

Lagið er sumarlegt og þægilegt með grípandi viðlag og sprakk alveg út.

Jói rappar á frekar óhefðbundinn hátt en hann sækir fyrirmyndir víða. „Ég myndi segja að stíllinn minn sé samblanda af áhrifum frá fólki í kringum mig og listamönnum sem ég lít upp til. Á sama tíma er ég mjög heppinn með djúpu röddina mína,“ segir Jói. 

Hlustaðu á lagið í spilaranum hér að ofan

Auglýsing

læk

Instagram