Sigga Dögg fór í djúpa sjálfsskoðun eftir fóstureyðingu: „Ég kom skipulagi á líf mitt“

„Það að taka ákvörðun um fóstureyðingu hrinti af stað ákveðinni atburðarás hjá mér þar sem ég stóð með sjálfri mér.“ Þetta segir kynfræðingurinn Sigga Dögg í myndbandi frá Völvunni. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Á Facebook-síðu Völvunnar má læra, miðla fróðleik og reynslu og spá og spekúlera um píkur. Þessa vikuna hyggst Völvan einbeita sér að fóstureyðingum.

Sigga segir að í framhaldinu hafi hún skráð sig í háskóla, farið í ferðalag sem hún hafði látið sig dreyma um og byrjað að safna peningum. „Ég kom skipulagi á líf mitt og varð rosa meðvituð um makaval. […] Ég fór í ótrúlega mikla og djúpa sjálfsskoðun um hvernig lífi ég vildi lifa.“ segir hún.

Í skilaboðum frá Völvunni kemur fram að sem betur fer eru fóstureyðingar löglegar hér á landi.

„En umræðan um þær virðist einkennast af skoðunum heilbrigðiskerfisins, stjórnmálafólks og femínista. Þær eru ræddar í einskonar tómarúmi og einstaklingurinn sem fer í fóstureyðinguna er ónefnd þriðja persóna. Nú viljum við að fólk sem hefur farið í fóstureyðingu ræði þær,“ segir í skilaboðunum.

Sjá einnig:

Auglýsing

læk

Instagram