Sjáðu Snapchat-sögu Nova sem lagði internetið á hliðina: „Erum alls ekki að upphefja þennan lífsstíl“

Auglýsing

Sagan sem hófst á Snapchat-aðgangi fjarskiptafyrirtækisins Nova á miðnætti og hélt áfram fram eftir degi hefur vakið gríðarlega athygli. Það sem hófst á djammi og eiturlyfjaneyslu endaði með að hafa hræðilega afleiðingar. Nútíminn birtir alla söguna í spilaranum hér fyrir ofan.

Um hliðarsögu úr kvikmyndinni Eiðnum var að ræða en myndin verður frumsýnd hér á landi föstudaginn 9. september. Sagan var unnin af Rvk. Studios sem framleiðir einnig myndina.

Sjá einnig: Svona komst Baltasar Kormákur í þetta klikkaða form: „Balti var mjög einbeittur í verkefninu“

Í tilkynningu frá Nova kemur fram að sagan hafi verið gerð til að vekja athygli á ömurlegum veruleika, tengdum fíkniefnum og ofbeldi. „Það er því miður veruleiki sem mörg ungmenni lifa og hrærast í dag,“ segir í tilkynningunni.

Því má segja að hliðarsagan hafi forvarnargildi fyrir ungt fólk og foreldra þeirra, en rétt er að taka fram að allt efnið sem kemur fram á snappinu var sviðsett og leikið fyrirfram.

Auglýsing

Björn Sigurðsson, markaðsstjóri Rvk. Studios, segir að sagan hafi verið nýtt til að markaðssetja myndina. „En í leiðinni er ætlun okkar að sýna þann raunveruleika sem allt of margir ungir Íslendingar búa við,“ segir hann.

„Ég geri mér grein fyrir því að þetta efni kann að stuða marga en því miður eru atburðir sem þessir að gerast í samfélaginu okkar á hverjum degi. Mér þykir leitt ef við höfum gengið fram af einhverjum en þegar horft er á alla söguna í gegn sést að við erum alls ekki að upphefja þennan lífsstíl, heldur þvert á móti, að sýna fram á hversu alvarlegar afleiðingar hann hefur.“

Foreldrar hafa gagnrýnt Nova harðlega fyrir að birta söguna á Snapchat-aðgangi sínum. Bent hefur verið að börn skoðið myndböndin og á meðal þess sem hefur veruð gagnrýnt er að ekki hafi verið varað við sögunni á Snapchat.

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segist skilja vel að slíkt sé umhugsunarefni en bendir á að Snapchat setji þau skilyrði að notendur miðilsins hafi náð 13 ára aldri. „Við ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með Rvk. Studios þar sem að við gerðum okkur ljóst hversu mikið forvarnargildi þetta gæti haft,“ segir hún.

„Það er sífellt verið að leita nýrra leiða í forvarnarstarfi og sést það kannski best þegar horft er til forvarnarstarfs tengt umferðarmálum. Þetta var leið sem við ákváðum að prófa en ungmenni eru mikið á internetinu og horfa á sjónvarp án þess að við sem eldri erum séum endilega með þeim og mig grunar að mörg þeirra hafi séð grófara efni á þeim miðlum en það sem þarna birtist.“

Horfðu á söguna í spilaranum hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram