Skeggdrekinn Miranda spáir í spilin fyrir undankeppni Eurovision: Hvaða lög komast áfram?

Fyrra undankvöld Eurovision fer fram á RÚV annað kvöld. Nútíminn fékk skeggdrekann Miröndu til að spá í spilin fyrir kvöldið og velja tvö lög sem eru líkleg áfram. Miranda býr í Húsdýragarðinum og hefur hingað til ekki vakið mikla athygli fyrir skyggnigáfu. Við ákváðum samt að láta á þetta reyna.

Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan. Þrjú lög komast á fram á morgun en Miranda treysti sér ekki til að velja nema tvö lög og leyfa einu að njóta vafans.

Þessi lög keppa á morgun

Bammbaramm (símanúmer: 900 99 01)
Flytjandi: Hildur
Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir

Skuggamynd (símanúmer: 900 99 02)
Flytjandi og lag: Erna Mist Pétursdóttir
Texti: Guðbjörg Magnúsdóttir

Til mín  (símanúmer: 900 99 03)
Flytjendur: Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson
Lag og texti: Hólmfríður Samúelsdóttir

Heim til þín  (símanúmer: 900 99 04)
Flytjandi: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir
Lag: Júlí Heiðar Halldórsson
Texti: Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson

Mér við hlið  (símanúmer: 900 99 05)
Flytjandi: Rúnar Eff
Lag og texti: Rúnar Eff

Nótt  (símanúmer: 900 99 06)
Flytjandi: Aron Hannes
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Texti: Ágúst Ibsen

 

Auglýsing

læk

Instagram