Sekta fyrir nagladekk frá 11. maí

Þá er komið að hinni árlegu tilkynningu umferðardeildar lögreglunnar um að fljótlega verði farið að sekta ökumenn bifreiða sem eru búnar nagladekkjum, en nú er miðað við að það verði gert frá og með þriðjudeginum 11. maí.
Sekt fyrir hvern negldan hjólbarða er 20.000 kr og því getur sektin numið alls 80.000 kr.
Margir íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar fjarlægt nagladekkin eða eru einmitt að gera það þessa dagana, en það var töluverður erill á dekkjaverkstæðum í umdæminu í dag.
Auglýsing

læk

Instagram