5 hlutir sem flugfreyjur og flugþjónar þurfa að gera þrátt fyrir að árið sé 2018

Auglýsing

Flugfreyju- og flugþjónastarfið á Íslandi er eftirsótt starf. Tvö flugfélög eru starfrækt á Íslandi, WOW-Air og Icelandair en hjá þeim eru, líkt og annars staðar í heiminum, strangar reglur um klæðaburð og útlit flugfreyja og flugþjóna.

Í desember á síðasta ári stigu flugfreyjur fram og sögðu sögur sínar líkt og margar aðrar stéttir sem hluti af #metoo byltingunni. Í yfirlýsingu kom fram að margir jafnréttissigrar hafi unnist með mikilli þrautseigju og vinnu en enn séu miklar leyfar af kynjamisréttir, stéttaskiptingu og hlutgervingu flugfreyja til staðar.

Þegar farið er yfir reglur flugfélaganna virðist skipta nokkuð miklu máli af hvoru kyninu maður sé. Við ákváðum að taka saman nokkrar reglur sem flugfreyjur og flugþjónar þurfa að fara eftir sem eru ef til vill svolítið gamaldags.

1. Háir hælar

Flugfreyjur þurfa að vera í hælaskóm áður en þær mæta í flugvélina en þar mega þær ganga um í flatbotna skóm. Flugþjónar mega ekki vera í hælaskóm. Áður fyrr þurftu flugfreyjur að klæðast hælaskóm allt flugið en flugfélögin hafa líklega fattað hversu galið það hljómar og skylda þær nú einungis til þess að labba um flugvelli í slíkum skóm.

2. Farði

Auglýsing

Hjá bæði Icelandair og Wow air er það skylda hjá flugfreyjum að mála sig. Það þýðir að konur þurfa að vakna töluvert fyrr og eyða tíma í að mála sig án þess þó að fá aukaálag fyrir slíkt né pening í styrk fyrir snyrtidóti.

3. Hárgreiðslur

Flugfreyjur þurfa að vera með hárið í hnút eða slegið aftur ef þær eru ekki með of mikið hár. Flugþjónar þurfa að klippa sig enda gengur ekki að strákar séu með sítt hár, það er fyrir stelpur.

4. Naglalakk

Flugfreyjur þurfa að setja á sig naglalakk fyrir flug ekki boðlegt að fluggestir sjái skítugar neglur. Nema að þær séu á karlkyns þjónum að sjálfsögðu en þeir mega alls ekki naglalakka sig.

5. Einkennisbúningur

Flugfreyjur og flugþjónar þurfa að klæðast einkennisbúningum flugfélags síns. Þau mega þó ekki velja sér einkennisbúning heldur er einn fyrir konur og annar fyrir karla.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram