Jón Þór ætlar að stefna Kjararáði vegna launahækkanna, bregðist Alþingi, forsetinn eða ráðið sjálft ekki við

Auglýsing

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að kæra ákvörðun Kjararáðs um launahækkun ráðherra og þingmanna bregðist Kjararáð, forseti Íslands eða Alþingi ekki við og vindi ofan af ákvörðuninni.

Jón Þór greinir frá þessu í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag og hefur fengið lögfræðing til að skoða málið með sér.

Sjá einnig: Guðni forseti gefur launahækkunina frá sér: „Læt þessa hækkun ekki renna í minn vasa“

Kjararáð hefur hækkað laun alþingismanna þrisvar sinnum á einu ári. Þingfararkaup hefur hækkað um tæplega 70% frá því í nóvember í fyrra. Fyrir rúmri viku hækkaði Kjararáð þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent, um 338.254 krónur á mánuði. Mánaðarlaun alþingismanna eru því nú 1.101.194 krónur.

Auglýsing

„Við erum búnir að vera að lesa lögin og það lítur sterklega út fyrir að um lögbrot sé að ræða. Það er forgangsatriði að fá þingið til að snúa við þessari ákvörðun, eins og forsetinn orðaði það. Það er líka ákall frá Samtökum atvinnulífsins og ASÍ um að Alþingi hafni og dragi til baka. Ef það gengur ekki, þá höldum við áfram með það,“ segir Jón Þór í samtali við Nútímann.

Í greininni segir hann að það séu þrír aðilar sem geta „aftengt sprengjuna“ og beri því ábyrgð.

„Kjararáð getur gefið út annan úrskurð sem lækkar laun ráðherra og þingmanna (stjórnarskráin bannar launalækkanir Forseta Íslands). Forseti Íslands sem hefur sagt að hann: „vænti þess að þingið vindi ofan af þessari ákvörðun [Kjararáðs]“ getur gefið út að hann muni setja bráðabirgðalög áður en þing komi saman nema Kjararáð lækki launin eða hann fái það staðfest frá formönnum allra flokka að Alþingi muni vindi ofan af ákvörðuninni,“ segir í greininni.

Jón Þór mun byggja stefnuna á annarri málsgrein áttundu greinar laga um Kjararáð en hún hljómar svo: Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. Þá mun hann einnig vísa athugasemdir með frumvarpinu að lögunum.

Lög um Kjararáð leystu lög um Kjaradóm og kjaranefnd af hólmi. Þar var að finna sambærilegt ákvæði, eða: Enn fremur skal Kjaradómur taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði.

Í athugasemdum með frumvarpinu sem varð að lögum um Kjaradóm og kjaranefnd var þetta ákvæði skýrt þannig að það væri hugsað til þess „að ekki sé hætta á að úrskurðir Kjaradóms raski kjarasamningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efnahagslífinu í hættu. Jafnframt felur ákvæðið í sér að Kjaradómi ber, standi þannig á, að taka tillit til launa- og kjarabreytinga á vinnumarkaði sem stafa af batnandi afkomu þjóðarbúsins, þó svo breytingarnar eigi sér ekki stoð í kjarasamningum. Kjaradómi ber þannig að hafa hliðsjón af launastefnu á vinnumarkaðinum en ekki móta hana.“

Þessu ákvæði, í lögunum um Kjaradóm og kjaranefnd, var með öðrum orðum ætlað að vera eins konar almenn umgjörð um ákvarðanir Kjaradóms sem byggðar væru á viðleitni til þess að tryggja bæði innra og ytra samræmi í ákvörðunum Kjaradóms, líkt og segir í athugasemdum við frumvarpið að lögum um Kjararáð.

Þar segir jafnframt:

„Í frumvarpinu um kjararáð sem hér er gerð grein fyrir er fylgt sömu stefnu og hún reyndar ítrekuð með því að í síðari málgrein 8. gr. frumvarpsins er kveðið enn skýrar að orð um þetta efni en þar segir: Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði“. Til þess að leggja áherslu á að hér er um almenna viðmiðun að ræða en ekki einvörðungu vísað til sambærilegra starfa á vinnumarkaðnum er hér talað um almenna þróun á vinnumarkaði auk þess sem það er áréttað að þessa sjónarmiðs skuli ætíð gætt.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram