Karamellíseruð lauksulta með balsamik ediki

[the_ad_group id="3076"]

Hráefni:

  • 1 kg laukur, skorinn í strimla
  • 2 msk ólívuolía
  • 2 dl sykur
  • 2 dl balsamik edik
  • 1 msk þurrkað timjan og rósmarín blandað saman
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1/2 tsk svartur pipar

Aðferð:

1. Setjið ólívuolíu og lauk í stóran pott. Steikið þetta á meðal hita í um 10-15 mín.

2. Bætið sykri og balsamik ediki saman við og látið þetta malla í dágóðan tíma eða þar til þetta hefur þykknað vel og sykurinn er orðinn að klístruðu sýrópi. Kryddið þetta með salti, pipar og kryddunum.

[the_ad_group id="3077"]

3. Kælið blönduna og setjið í krukkur. Frábært á ostabakkann, hamborgarann eða í gjafakörfuna.

Auglýsing

læk

Instagram